Starfsemi foreldrafélagsins

Foreldrafélag Reykjakots er mjög virkt og stendur fyrir ýmsum uppákomum ár hvert. Í desember stendur félagið fyrir ferð í Hamrahlíðarskóg þar sem náð er í jólatré fyrir leikskólann. Foreldrafélagið kaupir jólagjöf handa börnunum sem jólasveinninn kemur með á jólaballið og einu sinni á ári býður foreldrafélagið upp á leikrit fyrir börnin og fyrirlestur eða fræðslu fyrir foreldra. Foreldrafélagið sér einnig um Vorhátíð leikskólans sem er stórkostleg skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Ný stjórn foreldrafélagsins er kosin á foreldrafundi í september og er mikilvægt að a.m.k. einn fulltrúi sé frá hverjum kjarna.