news

Leikskólinn Reykjakot 25 ára

30 Sep 2019

25 ára afmæli Reykjakots verður haldið fimmtudaginn 3. október 2019 kl. 14;00-16:00. Það verður opið hús og kl. 14:00 ætlum við í stutta skrúðgöngu. Klukkan 15:00 kemur Helgi Einarsson tónlistarkennari og spilar á gítar undir söng barnanna. Í kjölfarið munum við fá okkur léttar veitingar og vonumst til að sjá sem flesta í hátíðarskapi.