news

Lubbi finnur málbein

23 Jún 2020

Lubbi finnur málbein er málörvunarefni eftir Eyrúnu Ísafold Gísladóttur og Þóru Másdóttur. Efnið er aðlagað að börnunum eftir aldri og getu. Með námsefninu er áhersla á brúarsmíð á milli málhljóða og bókstafa með stuðningi táknrænna hreyfinga.

Lubbi er íslenskur fjárhundur. Hann er duglegur við að gelta og þá heyrist ,,voff-voff-voff“. Lubba langar mikið að læra að tala en þá vandast málið því þá þarf hann að læra öll íslensku málhljóðin. Börnin hjálpa Lubba að læra íslensku málhljóðin með söng, táknrænum hreyfingum og ýmsum öðrum æfingum.

Það sem hundum finnst best að naga er bein og er Lubbi engin undantekning. Þess vegna eru málhljóðin skrifuð á bein og síðan nagar Lubbi beinin og lærir með því framburð málhljóðanna og að tala smátt og smátt. En hann þarf góða aðstoð og börnin aðstoða hann við að læra íslensku málhljóðin og bókstafina.

Þann10. júní s.l. fóru 6 starfsmenn á Reykjakoti á Lubbanámskeið. Lubbi verður nú hluti af námsefni Reykjakots og passar vel inn í Snemmtæka íhlutun verkefnið okkar.

Hægt er að lesa meira um Lubba á http://lubbi.is/