news

Nordplus verkefni - Responsible lifestyle

26 Mar 2019

Síðastliðin tvö ár hefur Reykjakot verið þátttakandi í Nordplus verkefninu Responsible lifestyle ásamt Creakids í Lettlandi og Læringsverkstedet Dal í Noregi.

Í verkefninu hefur áherslan verið lögð á umhverfi, næringu, hreyfingu, menningu og jákvæð samskipti. Afrakstur verkefnisins er heimasíðan Happykids þar sem ýmsar fróðlegar upplýsingar má finna.

Í verkefninu hafa starfsmenn frá Reykjakoti farið í nokkrar heimsóknir bæði til Noregs og Lettlands ásamt því að við höfum tekið á móti kennurum frá þessum tveimur löndum. Í heimsóknunum höfum við fengið góða innsýn inn í starfið í leikskólunum ásamt því að hafa fengið ýmsar skemmtilegar hugmyndir sem við höfum prófað í starfinu okkar.

Fimmtudaginn 21. mars fóru átta kennarar frá Reykjakoti til Riga í Lettlandi þar sem verkefninu var slitið með ráðstefnu. Á ráðstefnuna mættu um 200 manns, frá Lettlandi, Noregi og Íslandi. Þórunn leikskólastjóri var með fyrirlestur sem bar heitið „Responsible wellbeing“ og kennarar Reykjakots voru með þrjár vinnustofur í Leikur að læra.

Það hefur verið skemmtilegt að taka þátt í þessu verkefni. Við höfum lært ýmislegt en einnig komist að því að Reykjakot stendur framarlega í mörgum þáttum sem verkefnið snéri að.