news

Snemmtæk íhlutun handbók

23 Jún 2020

Öll börn eiga rétt á því að fá kennslu við hæfi. Stundum þarf að leggja áherslu á aðgerðir sem stuðla með markvissum hætti að þroskaframvindu barna, hvort sem það er í málörvun eða örvun annarra þroskaþátta. Því fyrr sem íhlutun hefst, því meiri líkur eru á að markviss þjálfun skili árangri. Starfsfólk Reykjakots hefur útbúið handbók um Snemmtæka íhlutun og er sú vinna hluti af stærra verkefni sem unnið var í samstarfi við Ásthildi Bj. Snorradóttur talmeinafræðing og Mennta og menningarmálaráðuneyti. Handbókin verður aðgengileg seinna í sumar á heimasíðu Reykjakots.