news

Sumarleyfi 2019

04 Mar 2019

Leikskólinn Reykjakot verður lokaður 8.júlí - 2. ágúst 2019

Foreldrar skulu taka sumarleyfi a.m.k. 20 virka daga samfellt fyrir barn/börn sín á tímabilinu 15. maí til 15. ágúst. Annar í hvítasunnu, Lýðveldisdagurinn og frídagur verslunarmanna telst til rauðra daga.

Reynslan sýnir okkur að vinsælasta orlofstímabilið er frá miðjum júlí og fram yfir verslunarmannahelgi. Á tímabilinu frá og með 8.júlí til og með 2. ágúst eru leikskólarnir lokaðir en sumardeild verður á leikskólanum Hlaðhömrum.

Mikilvægt er að vita í tíma hvenær barnið/börnin fara í sumarleyfi og því eru foreldrar beðnir að fylla út sumarleyfiseyðublað sem hægt er að nálgast hjá starfsfólki deildanna og merkja við á sumarleyfisblaði fyrir 15. mars

Starfsmenn frá Reykjakoti munu starfa í sumarskólanum en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvaða starfsfólk fari né hversu margir og fer það eftir fjölda barna sem skrá sig í sumarskólann.