news

Öskudagur og fleiri nýjungar

26 Feb 2020

Þá er uppáhalds dagur allra barna lokið og börnin mjög sátt við daginn, þeim fannst mjög skemmtilegt að við kennararnir tókum okkur til og fórum í búning auk þess að sjá alla hina. Dagurinn gekk mjög vel og börnin fara glöð heim, þau fengu hamborgara og franskar í hádeginu sem þeim fannst mjög gott, síðan höfðum við smá öskudagsball þar sem þau "slógu" köttinn úr tunnunni og út duttu fullt af snakkpokum sem þau taka með sér heim. Í raun má segja að það sé búið að vera mikið gleði og gaman í dag.


Annað:

Í næstu og þarnæstu viku munu börnin setja lokahönd á listaverkefni sem þau eru að gera og það er pæling í því að láta þau búa til þorp sem þau geta svo sýnt ykkur foreldrunum þegar þið komið að sækja (læt ykkur vita þegar það verður tilbúið) Börnin eru öll búinn að leira sér tröllkall sem þau svo mála og búa til smá sögu með ef þau kjósa það, svo ætlum við að búa til eitthvað fleira í kringum það og setja á "sýningu".

Málörvun og leikur að læra gengur einnig vel og börnin eru sífellt að læra eitthvað nýtt, einnig erum við að innleiða aðeins meira tæknina og ætlum að reyna að nýta okkur hana betur. Þá erum við ekki að fara að henda börnunum bara í tölvuna heldur nota hana til að kenna þeim, við höfum t.d. verið að nota spjaldtölvuna sem málörvunartæki s.s. nota flokkunarleiki og spurja þau útí t.d. liti og form, síðan eru stafaleikir og leikum og lærum með hljóðin mjög gott tæki og þau dýrka það og um leið og þau sjá að það er tölvutími að þá vilja allir fara. Einnig munum við notfæra okkur youtube og netið til að geta skýrt betur út fyrir krökkunum hvað þau eru að læra, t.d. ef við erum að læra um ljón að þá förum við og sýnum þeim í tölvunni hvernig þau lifa og þess háttar.

Vona að þið takið vel í þessa nýjung og endilega látið vita ef eitthvað er ;)