news

Jólatíminn

06 Des 2019

Ýmislegt um jólin


Þá er komið að jóla og glimmertímanum :)

Krakkarnir eru búnir að setja upp jólatréð og mála sínar eigin jólakúlur sem þau munu svo setja á jólatréð. Einnig hafa þau skreytt piparkökur og þeim fannst það alls ekki leiðinlegt og þá sérstaklega ekki að borða þær.

Formleg dagskrá er kominn í jólafrí og nú tekur einungis við frjáls leikur og jólaföndur ásamt því að leika okkur úti í snjónum, minni því á góða vettlina, helst lopavettlinga og ófóðraða pollavettlinga yfir þá ná þau að leika best.

Föstudaginn 13. desember er svo jóladagurinn okkar á Reykjakoti, þá verður jólaball, jólasveinninn kíkir í heimsókn auk þess sem við munum fá jólamat í hádeginu. Þennan dag mega krakkarnir koma í sparifötunum sínum.

Við viljum líka benda á það að nú fara sum hver börn að fá í skóinn, við munum ekki tala um það hér í leikskólanum en við munum samt sem áður tala um jólasveinana og segja þeim jólavísur og þess háttar sem þeir innihalda. Við viljum því biðja ykkur kæru foreldrar um að koma EKKI með dót barnanna í skólann sem þau fá í skóinn enda er ekki dótadagur alla daga, geyma allt dót heima.