news

Úti í myrkrinu

21 Nóv 2019


Börnin fengu um daginn að fara út mjög snemma, eiginlega um leið og þau voru búinn með morgunverðinn. Það hefur aldrei verið jafn auðvelt að láta þau klæða sig í föt og flest öll voru komin strax út, þennan morgun fengu þau 2 tíma útiveru og þeim fannst þetta mjög spennandi að fara út í svartamyrkur og sjá varla framfyrir tærnar á sér. Eldri krakkarnir hafa beðið um að gera þetta aftur og við munum að sjálfsögðu reyna þetta aftur fljótlega ef veður leyfir.