news

Gleðilegt nýtt ár

09 Jan 2020

Gleðilegt nýtt ár

Hér er fyrsti pósturinn á árinu frá okkur á Græna kjarna

Börnin eru öll að venjast því að vakna aftur snemma og fara í rútínu. Á mánudaginn munum við byrja á fullum krafti með dagskipulagið okkar og hefja hópatímastarf að nýju. Líkt og alltaf að þá munum við skrá uppá töfluna hvað var í matinn, hvað börnin gerðu í hópatíma ásamt því sem þar má sjá skóladagatalið. Einnig minni ég á skilaboðahurðina þar sem við skrifum á það sem þarf að koma til skila líkt og dótadag, upplýsingar um frí, atburði og annað.

Í tilefni nýs árs langar okkur að rifja upp nokkur atriði/ábendingar:

 • -Það er gott að yfirfara hvítu körfurnar og skipta út fötum sem gætu mögulega verið orðin of lítil.
 • -Það er betra fyrir börn sem eru farin að nota kopp/klósett mikið að vera í nærbuxum. Það er ekki skylda, en betra fyrir þau til að geta athafnað sig sjálf þegar þau eru komin á þann stað í klósettþjálfuninni.
 • -Vinsamlegast sækið börn á réttum tíma. Ef börn eru t.d. með tíma til 16:00 þá er gert ráð fyrir því að það sé búið að sækja þau klukkan 16:00. Starfsmannafjöldi er reiknaður útfrá vistunartíma barna og því er mikilvægt að foreldrar virði hann. Auðvitað getur komið upp á að fólki seinkar vegna óviðráðanlegra aðstæðna, þá er gott að senda okkur skilaboð í gegnum Karellen eða hringja beint á Græna kjarna (hvíti kjarni í símanum).
 • -Útifötin eiga alltaf að fara heim á föstudögum. Taska undir útiföt á alltaf að fara heim með foreldri á mánudögum vegna takmarkaðs pláss í fataklefa.
 • -Svo er aldrei of oft sagt að passa að öll útiföt séu til staðar.
 • -Passa að öll föt séu merkt (Setjum þau annars í óskilamuna körfuna sem liggur við gluggan)
 • -passið að yfirfylla ekki fatahólf barnanna (aftur vegna plássleysis) börnin geta ekki fundið sjálf það sem þau þurfa í yfirfullum hólfum.
  • það sem á að vera í hólfunum sem stendur er
   • 1 húfa
   • 1 hlýir vettlingar ( ALLS ekki fingravettlingar)
   • 1 pollavettlingar (gott að hafa þá yfir hlýja vettlinga svo þeir blotni ekki og börnin fara að kvarta um kulda)
   • stígvél/kuldaskór
   • pollagalli
   • 1 ullarsokkar
   • 1 hlý peysa
   • snjógalli

Nú ætlum við að hafa þema í hverri viku og vinnum í kringum það eins og hægt er í öllum hópatímum hvort sem um er að ræða leikur að læra, list eða málörvun. Plan mun verða gert þar sem þið getið séð hvað við munum vinna með í hverri viku, ég mun bæði hengja það upp og senda það í tölvupósti svo þið getið séð hvað við erum að vinna með, líkt og í næstu viku munum við leggja áherslu á fyrstu fjóra stafina í stafrófinu, tengja það við ýmsa hluti t.d. í list að þá gætu börnin sagt að Api byrji á A og þá munu þau teikna sína útgáfu af apa.

Á föstudaginn í næstu viku er svo ljósahátíð, þá mega börnin koma með vasaljós með sér í skólann og við slökkvum ljósin og þau leika sér eins og þau vilja, um að gera að koma með það sem þau fengu frá jólasveininum, munið bara að merkja allt.

Í endan á þessum langa pistli vil ég svo minna ykkur á að ef eitthvað er að þá er um að gera að tala við mig, alltaf hægt að senda skilaboð á karellen, tölvupóst, hringja eða biðja um viðtalstíma.

Bestu kveðjur Rannveig