news

Trölla torg

10 Mar 2020

Börnin á græna kjarna hafa búið sér til falleg tröll úr leir sem þau svo máluðu. Þau skálduðu svo litla sögu um tröllið sitt. Þau ætla að vera með tröllasýningu í einhvern tíma og hún verður í fataklefa barnanna. Þau eru mjög stolt af sínu verki og mega sko alveg vera það enda mikil vinna að baki hjá þeim.