Leikskólinn Reykjakot
Krókabyggð 2, 270 Mosfellsbær.
Sími: 566-8606, netfang: tot@mos.is
Leikskólastjóri: Þórunn Ósk Þórarinsdóttir
Aðstoðarleikskólastjóri: Kristlaug Þ. Svavarsdóttir
Fjöldi barna er 86 og fjöldi starfsmanna er 25.
Opnunartími leikskólans er 07:30-17:00.


Leikskólinn Reykjakot er 4 kjarna leikskóli. Í leikskólanum eru 86 börn á aldrinum 20 mánaða til 6 ára.

Helstu áherslur í starfi Reykjakots eru:

Hreyfing og útivera: á Reykjakoti er lögð rík áhersla á útivist, hreyfingu og að börnin læri að njóta náttúrunar og að umgangast hana enda höfum stórkostlega náttúru allt í kringum okkur.

Leikur að læra (LAL): við vinnum með kennsluaðferð er nefnist Leikur að læra. Kennsluaðferð þessi er fyrir börn á aldrinum 2 - 10 ára. Aðferðin byggir á að kenna börnum öll bókleg fög í gegnum leiki og hreyfingu á skemmtilegan, líflegan og árangursríkan hátt. Á Reykjakoti vinnum við helst með bókstafi, tölur, liti, form og fleira í gengum leikur að læra.

Heilsueflandi leikskóli: við störfum sem Heilsueflandi leikskóli á vegum Embættis landlæknis. Heilsueflandi leikskóli leggur sérstaka áherslu á að vinna með átta lykilþætti sem tengjast skólastarfinu. Þeir eru: hreyfing, mataræði, geðrækt, öryggi, tannheilsa, fjölskylda, nærsamfélag og starfsfólk. Við leggjum áherslu á sjálfbærni, garðyrkju og aðgang barna og fullorðna að hollum og góðum mat sem eldaður er frá grunni. Við erum einnig í NordPlus verkefni um heilbrigðan lífsstíl í samstarfi við Lettland og Noreg, veturinn 2017-2018 og 2018-2019.

Heilsueflandi leikskóli

Í Reykjakoti eru fjórir kjarnar: Gulikjarni (2 ára). Grænikjarni (3 ára), Rauðikjarni (4 ára) og Bláikjarni (5 ára).

Í leikskólanum eru 86 börn og 25 starfsmenn.

Leikskólastjóri er Þórunn Ósk Þórarinsdóttir og aðstoðarleikskólastjóri er Kristlaug Þ. Svavarsdóttir

Viðtalstími leikskólastjóra eða staðgengils hans er daglega frá kl. 9 til 10.