Innskráning í Karellen
Mynd með texta

Aðventudagskrá Reykjakots 2021

25. 11. 2021

Aðventudagskrá Reykjakots 2021:

Föstudagur 3. desember: Dótadagur

Miðvikudagur 8. desember: Jólaleiksýning „Leitin að jólaskapinu“ í sal á Stóra koti. Fyrir allar deildir kl. 9:30.
Leitin að jólaskapinu er dillandi fjörug leiksýning með lifandi tónlist um jóla græðgi, vináttuna og hinn sanna jóla anda. Í sýningunni kynnumst við Eysteini álfastrák og Huldu búálfi sem saman segja okkur söguna af því hvernig þau týndu jólaskapinu í öllu jólabrjálæðinu. Álfarnir þurfa að leysa ýmis verkefni og fá til þess hjálp ungra áhorfenda. Með einlægni, gleði og ávallt með vináttuna að leiðarljósi tekst þeim að finna hinn sanna jóla anda. Tónlistin er frumsamin í bland við þekkt jólalög.

Föstudagur 10. desember: Rauður dagur. Rauður fatnaður, jólapeysur, jólaveinahúfur.

Föstudagur 17. desember: Jólaball í Litlakoti kl. 10:00 - 11:00 - Jólaball í Stórakoti kl. 10:00-11:00. Hátíðarmatur

Mánudagur 27. desember: Allir leikskólar Mosfellsbæjar eru lokaðir vegna orlofsdags starfsmanna